Katrín Erna Gunnarsdóttir

Fædd 1985

 

Nám

2009-2012 – Listaháskóli Íslands - BA í Myndlist – Ísland

2011          – Chelsea School of Art and Design – Skiptinám í myndlist - Bretland

2008-2009 – Myndlistaskólinn í Reykjavík – Fornám – Ísland

2005-2008 – Háskóli Íslands - BA í Listfræði og Almennri Trúarbragðafræði - Ísland

2001-2005 – Menntaskólinn á Akureyri - Stúdentspróf af málabraut – Ísland

 

Einkasýningar

2010 – Kónguló, ó, kónguló – Kaffistofa Nemendagallerý – Reykjavík, Ísland

2011 – Happiness – Kubburinn – Reykjavík, Ísland

 

Samsýningar

2009 - Vetrarhátíð – Norræna húsið – Reykjavík, Ísland

2011 – A – Artíma Gallerý – Reykjavík – Ísland

2011 – Precinct – Chelsea School of Art and Design – London, Bretland

2011 – TV Shop – Chelsea School of Art and Design – London, Bretland
2012 – Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands – Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús – Ísland

 

Langamma mín trúði á álfa og var fullviss um að þeir byggju í hólnum bakvið hús. Hún var vön að segja ef hlutir týndust að álfarnir hefðu haft þörf fyrir þá og myndu skila þeim við tækifæri og ef börnin léku sér nálægt hólnum yrðu þau að hafa lágt því hávaðinn færi illa í álfana. Ég er alin upp við það hugarfar að ekkert sé ómögulegt eða óhugsandi og að ímyndunaraflið sé nánast allt sem þarf. Ég bý að ómetanlegum banka af minningum úr barnæsku sem eiga rætur sínar að rekja beint til þessa hugarfars. Flugvélaljós á kvöldhimninum urðu að geimskipum og tvö snjóhús úti í móa urðu að miðju alheimsins.